Site icon Fitness.is

Vandaðar armbeygjur ekkert betri en venjulegar

Þeir sem framleiða sérstök grip fyrir armbeygjur sem hækka líkamann miðað við gólfið halda því fram að fleiri vöðvaþræðir taki þátt í lyftunni með því að nota gripin heldur en ekki. Nýverið hefur komið fram tækni sem gerir vísindamönnum fært að mæla svæðisbundið átak á vöðva og því er í raun einfalt mál að rannsaka þessara fullyrðingar. Það er einmitt það sem vísindamenn við Mayo læknamiðstöðina gerðu. Skemmst frá að segja virtist þetta sérsmíðaða grip ekki skila neinum árangri umfram það að taka hefðbundnar armbeygjur. Mælingar voru gerðar miðað við þrennskonar mismunandi gleiðar handastöður, þrönga, miðlungs- og gleiða. Þrengsta staðan skilaði mestu átaki á þríhöfðann og aftasta axlarvöðvann en ekki var að sjá að munur væri á vöðvaátaki í hinum gleiðari stöðunum. Þessi sérsmíðuðu grip eru þar af leiðandi ekki að skila meiri árangri en hefðbundin aðferð, en hitt er annað mál að það kann að vera þægilegra að gera armbeygjur með því að nota það.

(Journal Strength and Conditioning Research, 24: 3352-3362, 2010)

 

Exit mobile version