Site icon Fitness.is

Úrslit Fitnesshelgarinnar 2007

Áhugafólk um líkamsrækt gengur að svokallaðri Fitnesshelgi vísri um hverja páska. Hápunkti hennar lauk í gærkvöldi þegar úrslit Íslandsmótsins í fitness voru tilkynnt. Fitnesshelgin samanstendur af þremur Íslandsmótum. Íslandsmótinu í vaxtarrækt, Íslandsmótinu í módelfitness og Íslandsmótinu í fitness. Að þessu sinni voru 79 keppendur mættir til keppni víðsvegar af landinu sem er þátttökumet frá því mótshaldarar hófu að halda fitnesskeppnir árið 1994. Líkamsrækt í hinni ýmsu mynd á því vaxandi vinsældum að fagna.Heiðar Ingi Heiðarsson og Kristín Kristjánsdóttir urðu Íslandsmeistarar í fitness eftir spennandi keppni sem fór fram í gær í Íþróttahöllinni á Akureyri. Kristín sem daginn áður sigraði líka í flokki 35 ára og eldri var í frábæru formi og er þetta í fyrsta skipti sem kona sem keppir í eldri flokki kvenna sigrar í heildarkeppninni. Íslandsmeistari unglinga varð Marianne Sigurðardóttir en keppt var að þessu sinni í tveimur hæðarflokkum kvenna og sigraði Heiðrún Sigurðardóttir í flokki yfir 164 sm og Kristín Kristjáns í flokki kvenna undir 164 sm en það var Kristín sem sigraði í heildarkeppninni eins og áður sagði.

Exit mobile version