Site icon Fitness.is

Úrslit Fitnesshelgarinnar 2007

Fitnesshelgin samanstendur af þremur Íslandsmótum. Íslandsmótinu í vaxtarrækt, Íslandsmótinu í módelfitness og Íslandsmótinu í fitness. Að þessu sinni voru 79 keppendur mættir til keppni víðsvegar af landinu sem er þátttökumet frá því mótshaldarar hófu að halda fitnesskeppnir árið 1994. Líkamsrækt í hinni ýmsu mynd á því vaxandi vinsældum að fagna.Heiðar Ingi Heiðarsson og Kristín Kristjánsdóttir urðu Íslandsmeistarar í fitness eftir spennandi keppni sem fór fram í gær í Íþróttahöllinni á Akureyri. Kristín sem daginn áður sigraði líka í flokki 35 ára og eldri var í frábæru formi og er þetta í fyrsta skipti sem kona sem keppir í eldri flokki kvenna sigrar í heildarkeppninni. Íslandsmeistari unglinga varð Marianne Sigurðardóttir en keppt var að þessu sinni í tveimur hæðarflokkum kvenna og sigraði Heiðrún Sigurðardóttir í flokki yfir 164 sm og Kristín Kristjáns í flokki kvenna undir 164 sm en það var Kristín sem sigraði í heildarkeppninni eins og áður sagði.
Skipt var að þessu sinni upp í tvo hæðarflokka í fitnesskeppni kvenna en í heildina kepptu 25 konur í kvennaflokki á Íslandsmótinu sem verður að teljast frábær þátttaka. Það verður að segjast eins og er að fyrstu fjögur sætin í flokki kvenna undir 164 sm voru nokkuð augljós og dómarar einhuga. Keppnin var hinsvegar jafnari í í efri sætum. Sólveig Silfá Sveinsdóttir sem hafnaði í fjórða sæti í keppninni kom vel undirbúin og er greinilega farin að blanda sér í baráttuna um verðlaunasæti enda var hún einungis fjórum stigum frá þriðja sæti. Kristín Kristjáns sigraði bæði í hindranabraut og samanburði í sínum flokki og sýndi skurði sem marka ákveðin tímamót í keppni kvenna. Mjög skorin og samræmið mjög gott. Þær Sólrún Stefánsdóttir og Sólveig Thelma Einarsdóttir sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti komu vel undirbúnar til keppni en Sólrún sem þarna keppti í sinni fyrstu fitnesskeppni byrjaði strax á því að blanda sér í toppbaráttuna.
Í flokki kvenna yfir 164 sm var það Heiðrún Sigurðardóttir sem sigraði en hún var í góðu formi miðað við að flensa setti stórt strik í undirbúning hennar skömmu fyrir keppni. Það breytti þó ekki því að hún var með langbesta tímann í hindranabrautinni og sekúndu frá besta tímanum í karlaflokki. Skammt á eftir henni kom Rósa Björg Guðlaugsdóttir með góðan tíma í hindranabrautinni og annað sæti í samanburði en hún sýndi fram á töluverðar framfarir á milli ára.
Í karlaflokki var gríðarlega hörð keppni í samanburði og réðust úrslit fjögurra efstu sæta á örfáum stigum. Heiðar Ingi Heiðarsson hafnaði í þriðja sæti í samanburði og öðru sæti í lotu eitt sem samanstendur af æfingum og hindranabraut og kom sá árangur honum í fyrsta sætið. Andri Hermannsson sigraði hinsvegar í samanburðarlotu karla en gekk verr í æfingum og hindranabraut þar sem hann hafnaði í sjötta sæti, en náði öðru sæti í heildarkeppninni. Hrólfur Jón Flosason sem keppti þarna í sinni fyrstu fitnesskeppni kom sterkur inn og varð í öðru sæti í samanburði en því þriðja í heildina. Aðalsteinn Sigurkarlsson Íslandsmeistari frá síðasta ári hafnaði í fjórða sæti í heildarkeppninni. Hann hafði mikla yfirburði í upptogi og dýfum með samtals 87 lyftur og náði þriðja sæti í hindranabraut. Fjórða sæti í samanburði dugði honum hinsvegar ekki til að komast á verðlaunapall. Taka verður þó fram að einungis munaði 7 stigum á fyrstu fjórum sætunum í karlaflokki sem sýnir hversu hnífjöfn keppnin var.
Í unglingaflokki kom sá og sigraði Marianne Sigurðardóttir frá Akranesi. Hún mætti þarna í sína fyrstu fitnesskeppni vel undirbúin í alla staði. Hún fór á frábærum tíma í hindranabrautinni og hafnaði þar í fyrsta sæti og öðru sæti í samanburði. Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir Íslandmeistari frá síðasta ári sigraði í samanburðinum, en varð þriðja í sínum flokki í hindranabrautinni.
Í unglingaflokki var erfitt að spá fyrir um endanleg úrslit. Hákon Fannar Ellertsson sem sigraði í flokknum varð í fyrsta sæti í samanburði og fyrsta sæti í æfingum, en hinsvegar fjórði í hindranabrautinni. Þeir Steinar Berg Bjarnason og Kristján Kröyer voru jafnir með 35 stig í heildina og náðu ekki að velta Hákoni úr fyrsta sætinu með betri árangri í hindranabraut þar sem hann sigraði í samanburði. Þegar menn eru jafnir á stigum eins og þeir Steinar og Kristján voru, þá ráða úrslit í samanburði sætaröðun og var það því Steinar sem hafnaði í öðru sæti.
Keppnismaðurinn Sigurkarl Aðalsteinsson atti kappi við Friðleif Inga Brynjarsson í flokki 40 ára og eldri. Þeir voru báðir í frábæru formi en Sigurkarl hafði betur. Sigurkarl sem er 48 ára náði frábærum árangri í upptogi og dýfum þar sem hann náði samtals 78 lyftum sem dugðu honum í annað sætið í æfingum séu allir keppendur í öllum flokkum taldir. Einn hafði þó betur og var að sonur hans Aðalsteinn Sigurkarlsson sem náði samtals 87 lyftum.
Unglingaflokkur – konur 1. Marianne Sigurðardóttir, 29 stig 2. Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir, 38 stig 3. Ólöf Sigríður Magnúsdóttir, 74 stig Konur undir 164 sm 1. Kristín Kristjánsdóttir, 20 stig 2. Sólrún Stefánsdóttir, 65 stig 3. Solveig Thelma Einarsdóttir, 72 stig Konur yfir 164 sm 1. Heiðrún Sigurðardóttir, 24 stig 2. Rósa Björg Guðlaugsdóttir, 36 stig 3. Ester Sturludóttir, 70 stig Unglingaflokkur karla í fitness 1. Hákon Fannar Ellertsson, 20 stig 2. Steinar Berg Bjarnason, 35 stig 3. Kristján Kröyer, 35 stig Karlar eldri en 40 ára 1. Sigurkarl Aðalsteinsson, 15 stig 2. Friðleifur Ingi Brynjarsson, 30 stig Karlaflokkur í fitness 1. Heiðar Ingi Heiðarsson, 40 stig 2. Andri Hermannsson, 42 stig 3. Hrólfur Jón Flosason, 45 stig Sætaröðun í hindranabraut Karlar unglingar fitness Tími Sæti h.braut Hákon Fannar Ellertsson 1:37:65 4 Steinar Berg Bjarnason 1:31:30 3 Kristján Kröyer 1:26:70 1 Jón Valur Einarsson 1:28:30 2 Karlar 40 plús fitness Tími Sæti h.braut Sigurkarl Aðalsteinsson 1:31:25 1 Friðleifur Ingi Brynjarsson 1:59:90 2 Karlar fitness Tími Sæti h.braut Heiðar Ingi Heiðarsson 1:17:90 1 Andri Hermannsson 1:35:62 7 Hrólfur Jón Flosason 1:25:10 4 Aðalsteinn Sigurkarlsson 1:20:50 3 Sigurkarl Aðalsteinsson 1:31:25 6 Gunnar G. Magnússon 1:42:65 10 Hinrik Pálsson 1:29:59 5 Þór Þormar Pálsson 1:18:50 2 Róbert Fannar Halldórsson 1:39:10 8 Þröstur Sigurðsson 1:40:00 9 Þorsteinn Búi Harðarson 1:48:20 11 Unglingar – konur Marianne Sigurðardóttir 1:30:01 1 Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir 1:39:30 3 Ólöf Sigríður Magnúsdóttir 1:32:50 2 Hugrún Árnadóttir 2:04:20 6 Jóhanna Klausen Gísladóttir 2:01:83 5 Björk Varðardóttir 2:45:30 8 Hafdís Sigurðardóttir 1:41:92 4 Arnrún Þórarinsdóttir 2:23:60 7 Konur undir 164 sm Kristín Kristjánsdóttir 1:33:87 1 Sólrún Stefánsdóttir 1:46:80 7 Solveig Thelma Einarsdóttir 1:42:99 5 Solveig Silfá Sveinsdóttir 1:38:04 3 Helga Camilla Agnarsdóttir 1:35:37 2 Elín Ösp Sigurðardóttir 1:44:30 6 Valdís Sylvía Sigurþórsdóttir 1:53:97 10 Elin María Leosdóttir 1:38:55 4 Bjarney Inga Óladóttir 1:48:05 8 Guðmunda G Guðmundsdóttir 1:47:25 8 Kristjana Ósk Sturludóttir 2:17:20 11 Konur yfir 164 sm Heiðrún Sigurðardóttir 1:18:94 1 Rósa Björg Guðlaugsdóttir 1:27:50 2 Ester Sturludóttir 1:53:53 5 Berglind Ósk Ólafsdóttir 1:48:05 4 Kristín Birna Ingadóttir 1:38:55 3 Ingunn Guðbrandsdóttir 2:10:00 6
Keppnin fór fram samhliða Íslandsmótinu í Vaxtarrækt í Sjallanum. Keppendur í módelfitness voru allir hinir glæsilegustu og keppnin hörð. Úrslit urðu eftirfarandi: 1. Hugrún Árnadóttir (5+6+6+6=23) 2. Berglind Ósk Ólafsdóttir (11+13+10+10=44) 3. Bjarney Inga Óladóttir (22+14+17+15=68) 4-6. Una M. Eggertsdóttir 4-6. Hafdís Sigurðardóttir 4-6. Kolbrún B. Jónsdóttir
Föstudaginn 6. apríl fór einnig fram fitnesskeppni kvenna eldri en 35 ára í fitness. Keppnin fór fram í Sjallanum og var frábrugðin keppninni á Íslandsmótinu að ekki var keppt í hindranabraut. Úrslit urðu eftirfarandi: 1. Kristín Kristjánsdóttir 2. Sólrún Stefánsdóttir 3. Rósa Björg Guðlaugsdóttir 4-7. Sigurbjörg Sigfúsdóttir 4-7. Elín Ösp Sigurðardóttir 4-7. Þórdís Rósa Sigurðardóttir 4-7. Kristín Jóhannsdóttir Búast má við helling af myndum í myndasafnið á næstu dögum.

Exit mobile version