Site icon Fitness.is

Uppsetur góð æfing ef þær eru gerðar rétt

Einn af hornsteinum magaæfinganna er æfingin uppsetur. Hinsvegar getur æfingin gert meira ógagn en gagn ef hún er ekki gerð rétt. Sumar aðferðir við að gera æfinguna geta valdið skaða. Í fyrsta lagi er ekki æskilegt að gera uppsetur með beina fætur. Það getur valdið bakmeiðslum og byggist frekar á mjaðmavöðvum en magavöðvunum. Í öðru lagi má ekki fetta sig. Haltu bakinu flötu á gólfinu. Ef bakið er fett myndast of mikið álag á það. Í þriðja lagi skaltu ekki lyfta skrokknum of mikið. Þú notar magavöðvana meira þegar þú reisir einungis höfuð, hnakka og axlir. Í fjórða lagi skaltu ekki gera æfinguna of hratt. Ef æfingin er gerð of hratt nýtist orkan úr skriðþunganum í hreyfinguna og minna átak myndast. Hægðu frekar á þér og finndu fyrir brennslunni. Í fimmta lagi skaltu ekki halda í þér andanum. Það getur aukið blóðþrýstinginn of mikið. Að lokum skaltu ekki ofgera þér. Auktu lotur og endurtekningar jafnt og þétt. Róm var ekki byggð á einum degi.

 

Exit mobile version