Site icon Fitness.is

Unnar kjötvörur auka hættu á krabbameini

Sperðlar, pylsur, kjötfars, álegg allt eru þetta mikið unnar kjötvörur sem enn ein rannsóknin sýnir fram á að auki hættuna á krabbameini í ristli. Sýnt hefur verið fram á að fólk sem borðar mikið af pylsum, spægipylsu eða beikoni eykur hættuna gagnvart því að fá ristilkrabbamein um 50%. Fólk sem býr í Grikklandi og norður- Noregi var rannsakað en ekki tókst vísindamönnunum að finna samhengi á milli ferskra kjötafurða og krabbameins. Í því tilliti var horft til lambakjöts, nautakjöts, kálfakjöts og svínakjöts. Eldri rannsóknir hafa sýnt fram á samhengi á milli kjötáts og krabbameins, en í þeim var blandað saman unnum og ferskum kjötafurðum. Svo virðist vera að ýmsar matreiðsluaðferðir eins og steiking og grill geti framleitt efni sem koma af stað krabbameini.
(Associated Press, 23 júní, 2001)

Exit mobile version