Site icon Fitness.is

Tónlistin hjálpar

Það getur verið hvetjandi að æfa undir dúndrandi tónlist hvort sem það er techno tónlist eða Rocky stefið. Þegar æft er við tónlist næst mun meiri árangur en ef æft er í þögn. Þannig getur það skipt sköpum hvort æfing takist vel eða ekki hvernig tónlistin er. Tónlistin hvetur menn til þess að æfa lengur, hraðar og þyngra. Tónlist hefur auk þess jákvæð áhrif á skap og fær menn til þess að finnast tíminn vera fljótari að líða. Ekki hafa verið gerðar nákvæmar rannsóknir á áhrifum tónlistar á árangur en einhvern veginn er mjög trúlegt að svo sé.

Exit mobile version