Site icon Fitness.is

Þú borðar minna með stórum gaffli

Sagt er að heppilegt sé að nota lítinn disk þegar við viljum borða minna. Þá virðumst við hafa borðað meira en við raunverulega gerðum. Samkvæmt nýrri rannsókn á hið öfuga við um gaffla. Ef við viljum borða minna ættum við að nota stóra gaffla. Það voru vísindamenn við Salt Lake Háskólann í Bandaríkjunum sem komust að því að fólk sem notaði sérlega stóran gaffal og tók stærri bita borðaði minna en þeir sem notuðu lítinn gaffal. Þeir sem nota stóra gaffla virðast fyrr verða mettaðir, en þeir sem nota litlu gafflana finnst þeir þurfa að borða meira. Í rannsókninni borðuðu þeir sem sem notuðu litla gaffla sömuleiðis mun meira þegar þeir fengu stóran skammt af mat heldur en þeir sem notuðu stóra gaffla.

Exit mobile version