Evrópumeistaratitill Unu er annar Evrópumeistaratitillinn sem Ísland nær á þessu gríðarlega sterka móti. Kristín Kristjánsdóttir varð á sínum tíma Evrópumeistari 35 ára og eldri. Hafa ber í huga þegar árangur íslendingana er skoðaður að einungis eitt mót telst jafnt að styrkleika og Evrópumótið og það er heimsmeistaramótið. Haldin eru fjölmörg mót á ári hverju af hálfu Alþjóðasambands líkamsræktarmanna en þessi tvö mót eru sterkustu mótin.
Úrslit íslendingana voru eftirfarandi:
Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, ekki í úrslitum sex efstu.
Guðrún H. Ólafsdóttir, ekki í úrslitum sex efstu.
Irma Ósk Jónsdóttir, 11. sæti unglingaflokki í módelfitness.
Linda Jónsdóttir, 12. sæti í flokki 45 ára og eldri í fitness.
Karen Lind Thompson, ekki í úrslitum sex efstu.
Katrín Edda Þorsteinsdóttir, ekki í 15 manna úrslit.
Kristín Kristjánsdóttir, 6. sæti í flokki 45 ára og eldri í fitness.
Una Margrét Heimisdóttir, 1. sæti í unglingaflokki yfir 163 sm í fitness og 7. sæti í undir 169 sm flokki í módelfitness.
Rakel Rós Friðriksdóttir, 14. sæti í unglingaflokki undir 163 sm í módelfitness.
Sigurkarl Aðalsteinsson. 5. sæti í flokki 50 ára og eldri í undir 80 kg flokki í vaxtarrækt.
Valdís Björg Hilmarsdóttir. 12. sæti í unglingaflokki yfir 163 sm í módelfitness og 6. sæti í módelfitness undir 169 sm flokki.
Heildarúrslit eru hér (PDF) (ekki allir flokkar)
Grein á IFBB.com um síðasta daginn