Site icon Fitness.is

Þrekmeistarinn Kristjana Hildur Gunnarsdóttir

Kristjana æfir að jafnaði alla daga vikunnar en tekur einn léttan dag í viku og skokkar þá bara 12-14 km. Beinn undirbúningur tekur um 11-12 vikur. Þá byrja ég að æfa allar greinarnar hverja fyrir sig og lyfti frekar þungt með þolþjálfuninni.Tvisvar í viku æfi ég greinarnar, tvisvar þyngri lyftingar og svo hleyp ég líka töluvert.
Ég er kannski ekki besta fyrirmyndin í því að hvíla. Ég æfi yfirleitt alla daga vikunnar og það er kannski einn dagur vikunnar sem er mjög léttur. Þá fer ég bara út að skokka.
(Pínu vandræðaleg) Ja… sko ég skokka yfirleitt þá í kringum 12-14 km. Þetta lítur ekki vel út, en ef eitthvað er skortir mig meiri aga í því að hvíla.
Já, samt ekki, því þegar ég les greinar um íþróttamenn erlendis sem eru að æfa fjóra til sex tíma á dag fer ég auðvitað að bera mig saman við þá. Ég æfi aldrei meira en einn og hálfan til tvo tíma á dag. Oftast æfi ég innan við einn og hálfan tíma á dag. Svo kenni ég reyndar sprikl og þolfimi þess á milli.
Ætli það sé ekki aðallega það gæta þess að vanrækja ekki að æfa greinar sem maður er lélegri í og að sprengja sig ekki á fyrstu greinunum í brautinni. Algengustu mistökin sem fólk gerir er að fara og hratt í æfingarnar í byrjun brautarinnar. Mér hefur sýnst að þeir keppendur sem fara mjög hratt í byrjun tapa á því seinna í brautinni.

Exit mobile version