Upphafsátakið var skiljanlega mest þegar mestu þyngdirnar voru notaðar. Vöðvavirknin jókst jafnt og þétt í þolmarkalotunum – þ.e. þegar æft var þangað til gefist var upp – en náði hámarki þegar teknar voru 3 til 5 endurtekningar áður en þolmörkum var náð. Rannsóknin sýndi fram á að það skilar miklum árangri þegar vöðar eru í hámarksátökum en það er ekki nauðsynlegt að fara algerlega að þolmörkunum. Í stuttu máli þýðir þetta á íslensku að það borgar sig að leggja mikið á sig, en ekki of mikið.
(Journal Strength Conditioning Research, 26: 1897-1093, 2012)