Site icon Fitness.is

Þolfimi og lóðaæfingar auka góða kólesterólið

kona23Kólesteról skiptist í svonefnt gott og vont kólesteról. Heildarmagn kólesteróls gefur til kynna hversu mikilli áhættu viðkomandi er í gagnvart því að þróa með sér hjarta- og kransæðasjúkdóma en einnig skiptir máli hvernig hlutfallið er á milli góða og vonda kólesterólsins. Steranotendur eiga á hættu að raska hlutfallinu á milli góða og vonda kólesterólsins sér í óhag. Æfingar geta hinsvegar aukið hlutfall góða kólesterólsins. Rannsókn sem gerð var á feitum háskólanemendum í Taiwan bendir til að sambland þol- og styrktaræfinga auki góða kólesterólið þegar æfingunum var blandað saman. Þolæfingar eða styrktaræfingar teknar einar og sér skiluðu ekki jafn góðri niðurstöðu og það að taka þær saman.

(International Journal Sports Nutrition Exercise Metabolism, 23:271-281, 2013)

Exit mobile version