Þolfimi dregur hraðar út magafitu en lóðaæfingar samkvæmt samanteknum niðurstöðum margra rannsókna sem skoðaðar voru með safngreiningaraðferðinni og 2000 manna úrtaki. Flestar rannsóknirnar sýndu fram á að þolæfingar drógu úr magafitu á meðan lóðaæfingar höfðu ekki áhrif. Í flestum rannsóknunum var álagið í lóðaæfingunum mjög hóflegt og þar af leiðandi eiga niðurstöðurnar ekki endilega við um þá sem taka æfingar alvarlega.
(Obesity Reviews, vefútgáfa 26. Júlí, 2011)