Site icon Fitness.is

Þolæfingar draga úr fitu í kringum hjartað

Fita sem umlykur líffærin, sérstaklega magasvæðið torveldar eðlilega efnaskipti í líkamanum og getur valdið hjartaslagi, sykursýki eða heilablóðfalli. Hjartafita hindrar hreyfingar á hjartanu og hækkar blóðþrýsting.Magafita eykur insúlínviðnám sem truflar mikilvæg efni sem hafa stjórn á blóðflæði og blóðþrýstingi. Í japanskri rannsókn þar sem viðfangsefnin æfðu þolþjálfun þrisvar í viku í 6 vikur dró úr maga- og hjartafitu. Blóðþrýstingur lækkaði í jöfnu hlutfalli við minni hjartafitu. Af rannsókninni má því ráða að æfingar séu vel til þess fallnar að draga úr neikvæðum áhrifum maga- og hjartafitu og efla svonefnda efnaskiptaheilsu.
(Journal of Applied Physiology, 106: 5-11, 2009)

Exit mobile version