Líklega hefur mamma þín haft vit fyrir þér þegar hún sagði þér að borða hægar þegar þú varst að háma í þig eitthvað góðgæti við eldhúsborðið. Meltingin verður betri þegar við borðum hægt og við finnum síður fyrir hungurtilfinningu. Meena Shah og félagar við Kristniháskólann í Texas komst að því að ef fólk fékk að borða hvað sem er borðuðu þeir sem borðuðu hægt færri hitaeiningar en þeir sem voru að flýta sér. Sú var hinsvegar ekki raunin hjá feitu fólki. Feitt fólk virtist vilja borða mikið hvort sem það var að borða hægt eða hratt. Engu að síður upplifir fólk meiri saðningartilfinningu klukkustund eftir máltið þegar það hafði borðað hægt. Það borgar sig því að borða hægt, hvort sem þú skartar mörgum aukakílóum eða ekki.
(Journal Academy Nutrition Dietetics, 114: 393-402, 2014)