Það eru nokkur atriði sem þurfa að vera í lagi til þess að hnébeygjan skili tilætluðum árangri. Mikilvægt er að nota ekki meiri þyngdir en svo að hægt sé að framkvæma æfinguna rétt. Hryggurinn á að vera beinn og þegar farið er niður eiga mjaðmirnar að sjá um hreyfinguna að mestu. Hafðu alltaf stjórn á öllum hreyfingum og gættu þess að fara ekki of hratt vegna þess að annars er óþarflega mikil hætta á meiðslum. Fáðu einhvern til að standa við ef þú ætlar að reyna við þyngdir sem þú veist að eru á mörkum þess sem þú ræður við. Það hentar flestum að standa frekar gleitt og hafa stöngina frekar neiðarlega á bakinu til þess að mjaðmirnar séu með meirihluta átaksins.
(Journal Strength and Conditioning Research, 24: 3497-3506, 2010)