Site icon Fitness.is

Teygjuæfingar fyrir æfingu draga úr styrk

Teygjuæfingar hafa fram til þessa þótt mikilvægur þáttur undirbúnings fyrir æfingar sem hluti upphitunar og forvörn gegn meiðslum. Þessi skoðun manna hefur tekið breytingum í seinni tíð þegar hver rannsóknin á eftir annarri sýnir að teygjuæfingar fyrir æfingar minnka styrk og geta jafnvel aukið meiðslahættu. Japanskir vísindamenn hafa sýnt fram á að kyrrstöðuteygjur sem og aðrar teygjuæfingar dragi úr hámarksátakagetu vöðva. Mælt er með því að hita upp með fjölbreyttum hreyfingum og að teygja á eftir æfingu þegar vöðvarnir eru heitir og hámarksgeta skiptir minna máli.
(Journal Strength Conditioning Research, 27: 195-201, 2013)

Exit mobile version