Site icon Fitness.is

Tengsl á milli offitu og svefnleysis

Fólk sem á erfitt með að sofa hefur hærri líkamsþyngdarstuðul (BMI) og meira mittismál en aðrir ef marka má japanska rannsókn. Áhrifaþættir eins og aldur, reykingar, hreyfing yfir daginn eða heilbrigðisástand hafði ekki jafn mikið að segja og svefnleysi. Fjöldi rannsókna hafa bendlað svefnleysi við offitu, en vísindamenn hafa ekki getað bent á ástæðuna. Sumar rannsóknir hafa sýnt fram á að matarlyst og tilhneyging til þess að sækja í skyndibita og snarl jókst í kjölfar svefnleysis. Fólk borðar frekar snakk þegar það er þreytt en sífeld sókn í snakk veldur offitu.

(International Journal of Obesity, 37: 129-134, 2013)

Exit mobile version