
Talið er að tengsl séu á milli magns ferritíns í blóði og slæmrar efnaskiptaheilsu og aukinnar hættu á hjartaáfalli. Samkvæmt ítalskri rannsókn eru bein tengsl á milli járns í blóði og almennrar bólgu í líkamanum. Tengsl virðast vera á milli líkamsþyngdarstuðuls og járnmagns í blóði. Hitaeiningalítið mataræði dregur úr járni í blóði en sömuleiðis virðast vera tengsl á milli járnmagnsins og þrígliseríða í blóðrásinni og óeðlilegri lifrarstarfsemi.
(Nutrition, Metabolism and Cardiovascular Diseases, vefútgáfa 4. mars, 2015)