Site icon Fitness.is

Svona á að anda í átökum

Hægt er að mæla breytingar á blóðþrýstingi þegar tekið er á með lóðum. Þrýstingurinn breytist mikið í átökunum og hækkar sérlega mikið ef haldið er í sér andanum. Sérfræðingar mæla því ekki með því að fólk haldi í sér andanum þegar tekið er á.

Eðlilegur blóðþrýstingur í hvíld er í nágrenni við 120 Hg. Ef andanum er haldið niðri á meðan tekin er þung hnébeygja getur þrýstingurinn farið í 400 Hg. Sumir kraftlyftingamenn halda því fram að best sé að halda í sér andanum vegna þess að það myndi ákveðinn stöðugleika í hryggnum og geti þannig stóraukið styrkinn.

Gerðar hafa verið rannsóknir á hinum ýmsu öndunar-aðferðum og áhrifum þeirra á styrk. Elizabeth Ikeda og félagar við íþróttadeild Háskólans í Montana mældu mismunandi kraft í nokkrum hreyfingum eftir því hvaða öndunartækni var notuð: andað eðlilega, andað að sér í átakinu, andað frá sér í átakinu eða haldið í sér andanum. Besta og öruggasta aðferðin var að anda frá sér í átakinu. Hitt er annað mál að ekki er víst að reyndir kraftlyftingamenn sem nota laus lóð séu sammála né að þetta eigi við um þá.
(Journal Strength Conditioning Research, 23: 127-132, 2009)

Exit mobile version