Site icon Fitness.is

Svitafýla

Hafiði einhverntímann velt því fyrir ykkur af hverju það eru alltaf svona fáir ykkar megin í líkamsræktarstöðinni? Kannski er það vegna þess að þið eruð svo flott að aðrir þola ekki samanburðinn. En ef til vill er það vegna þess að þið hafið svo sterka svitalykt. En örvæntið ekki. Ef sviti ykkar lyktar líkt og ammóníak gæti það stafað af of mikilli prótínneyslu (eggjahvítu). Fæða ykkar inniheldur kolvetni, fitu og prótín. Prótín er eina efnið af þessum þremur sem inniheldur köfnunarefni. Íþróttamenn hafa oft ranglega talið að mikil neysla próteins geri þá sterkari og neytt þess í óhóflegu magni. Líkaminn hefur enga geymslu fyrir allt umfram prótínið svo lifrin losar köfnunarefnið frá prótíninu og því er síðan breytt í ammóníak sem losnar út í gegnum nýru og svitakirtla. Þannig að ef þú ert að taka inn of mikið magn prótíns þarftu ekkert að undrast þó þú lyktir eins og ammóníak.

Hins vegar geta sumir lyktað af ammóníaki þó þeir neyti ekki prótíns í óhófi og kunna þeir þá að hafa smitast af helicobacter, bakteríu sem líkt og lifrin í dæminu hér að ofan losar köfnunarefnið frá prótíninu. Yfir 80% þeirra sem þjást af sári í skeifugörn eru smitaðir af þessari bakteríu. Þannig að ef ammóníakslykt er af svita ykkar og þið hafið önnur einkenni eins og ropa, súrt bragð í munni eða sáran verk í maga þegar þið eru svöng ættuð þið að leita til læknis og láta ganga úr skugga um að þið séuð ekki smituð af bakteríunni sem auðvelt er að vinna bug á með lyfjum.

Haraldur Dean Nelson

Exit mobile version