Erin Hanlon sem starfar við rannsóknamiðstöð á svefnvenjum og efnaskiptum við Chicagoháskólann komst að því að við 4,5 tíma svefnskort á nóttu í fjórar nætur jókst seiting svonefndra endocannabinóíða og matarlyst og hungurtilfinning jókst í samanburði við hóp sem svaf 8,5 tíma að nóttu.
Svefnskortur eykur hættuna á áunninni sykursýki, veikir ónæmiskerfið, dregur úr andlegri getu en eykur um leið hvatvísi, áhættusækni og ánetjandi hegðun. Við þetta má bæta að svefnleysi stuðlar að ofáti og sækni í ruslfæði.
(Sleep, 39: 653-664, 2016)