Site icon Fitness.is

Styrktaræfingar ásamt mjólkurvörum koma í veg fyrir vöðvarýrnun

Muscular man posing in studio with hands in pockets, over white background

Aldraðir karlmenn með vöðvarýrnun losnuðu við aukafitu með því að stunda styrktaræfingar og borða mjólkurvörur samkvæmt rannsóknarniðurstöðum vísindamanna við Félags- og Heilbrigðismiðstöðina við Háskólann í öldrunarfræðum við Sherbrooke í Quebek í Kanada.  Karlarnir breyttu ekki sínu hefðbundna mataræði og ekki var reynt að draga úr hitaeiningafjölda. Hlutfall vöðvamassans breyttist ekki né hvíldarpúls, bólgur eða hormón sem stjórna matarlyst. Fjöldi rannsókna eru gerðar á hverju ári á vöðvarýrnun vegna þess hve alvarlegt vandamál hún er meðal aldraðra. Vöðvarýrnun kemur niður á hreyfigetu, eykur hættuna á að fólk detti og beinbrotni, hefur áhrif á blóðsykurstjórnun og stuðlar beinlínis að offitu. Með því að blanda saman styrktarþjálfun og borða mjólkurvörur er hægt að minnka fituhlutfallið í líkamanum án þess að það komi niður á vöðvamassanum. Fyrir aldraða er það afar mikilvægt fyrir lífsgæðin síðustu metrana í lífinu.
(International Journal Sports Nutrition Exercise Metabolism, vefútgáfa 3. ágúst 2015)

Exit mobile version