Aldraðir karlmenn með vöðvarýrnun losnuðu við aukafitu með því að stunda styrktaræfingar og borða mjólkurvörur samkvæmt rannsóknarniðurstöðum vísindamanna við Félags- og Heilbrigðismiðstöðina við Háskólann í öldrunarfræðum við Sherbrooke í Quebek í Kanada. Karlarnir breyttu ekki sínu hefðbundna mataræði og ekki var reynt að draga úr hitaeiningafjölda. Hlutfall vöðvamassans breyttist ekki né hvíldarpúls, bólgur eða hormón sem stjórna matarlyst. Fjöldi rannsókna eru gerðar á hverju ári á vöðvarýrnun vegna þess hve alvarlegt vandamál hún er meðal aldraðra. Vöðvarýrnun kemur niður á hreyfigetu, eykur hættuna á að fólk detti og beinbrotni, hefur áhrif á blóðsykurstjórnun og stuðlar beinlínis að offitu. Með því að blanda saman styrktarþjálfun og borða mjólkurvörur er hægt að minnka fituhlutfallið í líkamanum án þess að það komi niður á vöðvamassanum. Fyrir aldraða er það afar mikilvægt fyrir lífsgæðin síðustu metrana í lífinu.
(International Journal Sports Nutrition Exercise Metabolism, vefútgáfa 3. ágúst 2015)
Styrktaræfingar ásamt mjólkurvörum koma í veg fyrir vöðvarýrnun

Muscular man posing in studio with hands in pockets, over white background