Stefnir í troðfullt Háskólabíó
Alls eru um 120 keppendur skráðir til keppni. Allir bestu keppendur landsins eru því að stíga á svið og má því búast við mikilli og spennandi keppni í Háskólabíói. Forsala miða er þegar hafin í Hreysti, Skeifunni og stefnir í troðfullt Háskólabíó enda er Bikarmótið annað af einungis tveimur mótum sem haldin eru á hverju ári. Þeir sem vilja vera öruggir um sæti ættu því að tryggja sér miða í forsölunni. Það er því sannkölluð líkamsræktarhelgi framundan sem enginn áhugamaður um líkamsrækt ætti að missa af.
Fjöldi fyrirtækja mun verða með vörukynningar í anddyri Háskólabíós á meðan mótið fer fram þar sem áhugafólki um líkamsrækt gefst kostur á að kynna sér það nýjasta í þessum geira.