Site icon Fitness.is

Sérfræðingar deila um óhollustu salts í matvælum

saltbaukurRáðleggingar hins opinbera hafa lagt áherslu á að draga úr saltneyslu. Ástæðan er meint hætta á of háum blóðþrýstingi, hjartaáfalli og heilablóðfalli. Hjartasamtök Bandaríkjanna og Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin mæla með að dagleg saltneysla fari ekki yfir 1,500 – 2,300 mg. Neyslan er mun meiri að meðaltali eða nálægt 3,200 mg og satt að segja er innan við 1% fólks sem nær að halda saltneyslunni innan ráðlagra viðmiða. Nú ber svo við að hugsanlegt er að hættan af saltneyslu kann að vera ofmetin. Í viðamikilli rannsókn sem 100.000 manns í 17 löndum tóku þátt í kom í ljós að þeir sem borðuðu minna en 3,000 mg af salti á dag voru í meiri áhættu gagnvart almennum dánarorsökum en þeir sem borðuðu á bilinu 3,000 – 6,000 mg á dag. Rannsóknin sem framkvæmd var af Martin O´Donnell og félögum við McMaster háskólann í Kanada hefur valdið fjaðrafoki og deilum meðal vísindamanna. Saltneyslan var metin með því að mæla salt í þvagi.

Þeir sem borðuðu meira en 6,000 mg af salti á dag voru í meiri hættu en aðrir gagnvart ótímabæru dauðsfalli. Samkvæmt þessari rannsókn virðist það ekki skila árangri að lækka saltneysluna niður fyrir 2,300 mg á dag og gæti þar að auki verið varasamt.
(Wall Street Journal, 8. apríl 2015, New England Journal of Medicine, 371: 612-623, 2014)

Exit mobile version