Site icon Fitness.is

Samband er á milli salts og offitu

saltbaukurTengsl eru á milli offitutíðni og saltneyslu sem talin er tengjast mikilli neyslu gosdrykkja og sætra drykkja. Feng He og félagar við Heilbrigðis- og tannlæknaháskólann í London komust að því að salt tengist einnig aukinni offitu meðal barna og fullorðinna. Þeir mældu saltinnihald í þvagsýnum sem tekin voru á einum sólarhring hjá 1000 börnum og fullorðnum í Bretlandi í tengslum við risastóra neyslukönnun. Feitt fólk pissaði mun saltara þvagi en aðrir. Líkurnar á offitu hækkuðu um 28% fyrir hvert saltgramm umfram meðalneyslu.
(Hypertension, vefúgáfa 3. ágúst 2015)

Exit mobile version