Site icon Fitness.is

Röð æfinga skiptir máli fyrir frumuboð

KristjanGeirJohannesson_EG23267Undanfarna þrjá áratugi hafa vísindamenn deilt um áhrif þol- og styrktaræfinga sem teknar eru samhliða á vöðvamassa. Lengi vel var talið að þolæfingar hefðu neikvæð áhrif á vöðvamassa. Riki Ogasawara og félagar við Háskólann í Tokyo gerðu rannsókn á rottum sem sýndi fram á að þol- og styrktaræfingar virkja mismunandi lífefnaferli innan frumna. Styrktarþjálfun virkjar mTOR ferlið sem stuðlar að nýmyndun vöðva. Þolæfingar virkja hinsvegar AMPK ferlið sem eflir virkni hvatbera innan frumna, en hvatberar eru einskonar orkustöðvar frumna.
Þegar þolæfingar og styrktaræfingar voru teknar á sömu æfingunni hafði æfingaformið sem tekið var seinna yfirhöndina. Ef takmarkið er að byggja upp vöðvamassa og styrk ætti að taka styrktaræfingarnar á eftir þolæfingunum. Ef takmarkið er hinsvegar að byggja upp þol ætti að taka þolæfingarnar á eftir styrktaræfingunum. Niðurstöðurnar þykja hafa ákveðið gildi fyrir íþróttamenn sem vilja haga sínum æfingum eins og best verður á kosið fyrir það markmið sem unnið er að.
(American Journal of Physiology Endocrinology Metabolism, vefútgáfa 1. apríl 2014)

Exit mobile version