Þegar þolæfingar og styrktaræfingar voru teknar á sömu æfingunni hafði æfingaformið sem tekið var seinna yfirhöndina. Ef takmarkið er að byggja upp vöðvamassa og styrk ætti að taka styrktaræfingarnar á eftir þolæfingunum. Ef takmarkið er hinsvegar að byggja upp þol ætti að taka þolæfingarnar á eftir styrktaræfingunum. Niðurstöðurnar þykja hafa ákveðið gildi fyrir íþróttamenn sem vilja haga sínum æfingum eins og best verður á kosið fyrir það markmið sem unnið er að.
(American Journal of Physiology Endocrinology Metabolism, vefútgáfa 1. apríl 2014)