Ef þú ert að leita að einni æfingu sem tekur á marga vöðvahópa er réttstöðulyftan það sem þig vantar. Hinsvegar eru til ýmsar útfærslur á lyftunni. Kraftlyftingamenn notast við annað hvort hefðbundnu aðferðina eða sumo gripið þar sem menn standa gleiðar með gripið innan við hnén. Í hefðbundinni aðferð er haldið um stöngina með axlabreidd og haldið utan við hnén. Sumoaðferðin leggur minna álag á neðra bakið og því kjósa margir kraftlyftingamenn að beita þeirri aðferð en síðan er hægt að lyfta með beina eða bogna fætur enda tekur mikið á bakið að hafa fæturna beina en er varasamt gagnvart hugsanlegum meiðslum. Litlar breytingar á gripinu geta breytt átakinu mikið það er t.d. allt annað að halda með snörunargrip, þ.e.a.s. gleitt.