Site icon Fitness.is

Rauðrófusafi stuðlar að heilbrigðari æðum

Innan á æðaveggjum myndast nituroxíð sem er afar mikilvægt fyrir blóðflæði líkamans. Fæðutegundir eins og rauðrófusafi sem innihalda nítrat stuðla að því að aukinni framleiðslu nituroxíðs og því hefur rauðrófusafi jákvæð áhrif á blóðþrýsting, kyngetu og þrek í æfingum. Samkvæmt niðurstöðum sex vikna rannsóknar sem gerð var af Shanti Velmurugan við William Harvay Rannsóknarmiðstöðina í London hefur rauðrófusafi einnig jákvæð áhrif á kransæðakerfið hjá sjúklingum með of hátt kólesteról. Æðakerfið sýndi 24% meiri framför í afkastagetu (útvíkkun við blóðstreymi). Rauðrófusafinn virtist sömuleiðis hafa þau áhrif að viðloðun blóðkorna varð 10% minni en viðloðun þeirra hefur áhrif á blóðkekkjamyndun og eykur þannig hættuna gagnvart hjartaáfalli. Rauðrófusafi er því hollustufæða fyrir hjartað ef svo má segja.
(American Journal Clinical Nutrition, 103:25-38, 2016)

Exit mobile version