Site icon Fitness.is

Rannsóknastofuræktað kjöt bráðum í búðum

Nú styttist verulega í að sett verði á markað kjöt sem ræktað er í rannsóknarstofum. Þetta er ekki útdráttur úr vísindaskáldsögu, heldur ískaldur veruleikinn. Hollenskir vísindamenn við Eindhoven háskólann hafa þróað framleiðsluferli til þess að rækta vöðvafrumur í rannsóknarstofu. Takmarkið er að framleiða sérlega meirar og bragðgóðar steikur sem draga úr þörfinni fyrir að nota náttúruauðlindir til hefðbundins landbúnaðar. Hollensku vísindamennirnir halda því fram að draga megi úr vatnsnotkun um 35% og orkunotkun um 40% með því að hætta hefðbundnum landbúnaði sem hefur sama markmið. Búist er við að til að byrja með verði rannsóknarstofuræktað kjöt tvöfallt dýrara en kjöt sem framleitt er með hefðbundnum hætti en kosturinnvið rannsóknarstofuræktaða kjötið er að hægt er að gera það næringarríkara og höfða þannig til ákveðins hóps neytenda. Þetta er ekki einhver langtíma framtíðarsýn vegna þess að búist er við að fyrsta rannsóknarstofuræktaða kjötið verði komið í búðir innan fimm ára. Það er því góð og gild spurning að spyrja sig hvort hér hylli undir endalok landbúnaðar eins og við þekkjum hann í dag ef horft er nokkra áratugi fram í tímann?

(Nature, 468: 752-753, 2010)

Exit mobile version