Site icon Fitness.is

Quercetin lofar góðu

sterar og steranotkun

Nýtt efni er að ná athygli líkamsræktarfólks þessa dagana. Það ættu þó fleiri að sperra augu og eyru en þeir sem eru iðnir í líkamsræktinni. Quercetin virðist nefnilega búa yfir ýmsum eiginleikum sem verða að teljast eftirsóknarverðir fyrir allan almenning ef marka má þær vísbendingar sem komið hafa fram.

Quercetin virðist efla heilbrigði á ýmsan hátt og efla hvatberahluta frumna sem gefur meira þol.

Quercetin er sindurvari sem er að finna í eplahýði, bláberjum, kirsuberjum, lauk, te og rauðvíni svo eitthvað sé nefnt. Mark Davis og félagar við háskólann í Suður Karolínu endurskoðuðu ýmsar rannsóknir og bentu á að quercetin drægi úr bólgum, efldi ónæmiskerfið, örvaði andlega frammistöðu, verndaði hjartað gagnvart kransæðasjúkdómum og kæmi í veg fyrir niðurbrot prótína. Ekki amalegar fullyrðingar þar á ferð. Þetta fullyrða Mark Davis og félagar engu að síður. Og fullyrðingarnar halda áfram. Quercetin minnkaði líkurnar á kvefi, bætti frammistöðu þrautþjálfaðra reiðhjólamanna og stækkaði hvatberasvæðið (orkusvæðið) í rottufrumum. Þetta sýndi samantekt þeirra félaga.  Það virkar líka á svipaðan hátt og koffín og eykur þannig andlega og líkamlega frammistöðu. Út frá sjónarhóli íþróttamanna er hugsanlegt að quercetin komi í veg fyrir ofþjálfun, styrki ónæmiskerfið og hafi almenn heilsubætandi áhrif. Talið er óhætt að neyta þess sem bætiefnis en hafa ber í huga að það safnast saman í vefjum líkamans og fátt er vitað um aukaverkanir vegna langvarandi notkunar eða stórra skammta.

(Current Sports Medicine Reports, 8: 206-213, 2009)

Exit mobile version