
Samkvæmt stöðlum til að mæla hollustu mataræðis eru konur sem borða óhollt fæði í meiri hættu en þær sem borða hollara fæði á að fá sortuæxli samkvæmt niðurstöðum ítalskra vísindamanna. Ekki var hægt að greina mun á tíðni sortuæxlis gagnvart hollustu mataræðis hjá karlmönnum. Sortuæxli er hættulegt húðkrabbamein. Þau eru einungis um 4% greindra húðkrabbameina, en 80% dauðsfalla vegna húðkrabbameina eru vegna sortuæxla.
Talið er að sortuæxli stafi af mikilli notkun sólbekkja og mikilli útivist í sólskini en erfðaþættir leika einnig hlutverk. Hugsanlegt er að sindurvarar í fæðunni eigi þátt í að hjálpa líkamanum að verjast sortuæxlum.
(Journal of Nutrition, 145: 1800-1807, 2015)