Ofursett sem stundum eru kölluð súpersett í daglegu æfingastöðvaslangri byggjast á að taka samliggjandi tvær æfingar sem verka á mismunandi vöðvahópa. Ef tekið er eitt sett af bekkpressu og strax á eftir sett af bakróðri kallast slíkt ofursett. Hefðbundið er hinsvegar að klára t.d. þrjú sett af einni æfingu áður en byrjað er á annarri. Helsti kosturinn við ofursett er að hægt er að auka æfingaálagið án þess að lengja æfingatímann. Rannsókn sem gerð var í Ástralíu undir stjórn Daniel Robbins við Háskólann í Sydney sýndi fram á að heildarumfang og álag var mun meira í ofursettum en hefðbundum. Tekin voru 3 sett og fjórar endurtekningar í bekkpressu og bakróðri til skiptis – hvílt var í 4 mínútur á milli hvers setts. Hefðbundnu settin samanstóðu af þremur settum og fjórum endurtekningum teknum í lotu og síðan þrjú sett og fjórar endurtekningar í bakróðri. Hvílt var í tvær mínútur á milli setta. Niðurstaðan úr áströlsku rannsókninni var sú að hægt var að æfa undir meira álagi á styttri tíma með því að taka ofursett.
(Journal Strength and Conditioning Research, 24: 2632-2640, 2010)