Site icon Fitness.is

Nýting kolvetna úr íþróttadrykkjum sem innihalda glúkósa eykst ekki þó ávaxtasykri sé bætt í blönduna

Umdeilt er hvaða innihald er best í íþróttadrykki eins og sjá má á hinum ýmsu drykkjum sem framleiddir eru.Kolvetni eru bensínið sem við notum við æfingar og átök, sérstaklega ef álagið nær 60% af heildargetu. Líkaminn fær kolvetnin úr blóðsykri (glúkósa) og glýkógeni sem vöðvar og lifur geyma. Við langvarandi æfingar er hægt að bæta upp forðann sem notaður er við æfingarnar með því að drekka íþróttadrykki eða borða kolvetni. Umdeilt er hvaða innihald er best í íþróttadrykki eins og sjá má á hinum ýmsu drykkjum sem framleiddir eru. Breskir vísindamenn undir forystu Carl Hulston komust að því að þó ávaxtasykri (fructose) væri bætt í drykki sem innihéldu glúkósa jókst ekki frásog (melting) á kolvetnum.
Aðrir vísindamenn hafa hinsvegar komist að þeirri niðurstöðu að frásog kolvetna sé meira við að drekka drykki sem innihalda glúkósa, ávaxtasykur og mjólkurfjölsykrur (Cytomax) heldur en í drykkjum sem innihalda mikið af ávaxtasykri úr sýrópi (Gatorade). Við þetta má bæta þeirri kenningu að í meltingarveginum eru viðtakar sem hafa það hlutverk í frásogi ákveðinna orkuefna og hugsanlegt er að þegar fleiri en ein tegund orkuefna, í þessu tilfelli kolvetna er í meltingarveginum, sé líklegra að frásog þeirra sé hraðara og orka því aðgengilegri við æfingar.
(Medicine Science Sports Exercise, 41: 357-363, 2009; PloS ONE 2(9): e927, 2007)

Exit mobile version