Site icon Fitness.is

Niðurtog fyrir framan tekur meira á en niðurtog fyrir aftan

Það kom að því að úrskurður lægi fyrir um gildi þessara tveggja bakæfinga. Með nýjustu tækni (electromyography) er hægt að sjá hversu mikið hver og einn vöðvi tekur á í mismunandi æfingum. Þetta er frábær tækni fyrir íþróttamenn og líkamsræktarfólk sem fyrir vikið getur valið réttu æfingarnar fyrir þá vöðvahópa sem ætlunin er að æfa.

Brasilískir vísindamenn hafa óspart notað þessa tækni til þess að mæla hinar ýmsu æfingar og komust meðal annars að því að niðurtog fyrir framan tekur meira á aðal brjóstvöðvana en niðurtog fyrir aftan hnakka eða niðurtog með V-laga stöng fyrir aftan hnakka. Það var enginn munur á þessum æfingum fyrir latissimus dorsi, tvíhöfðann og aftasta axlarvöðvann. Hitt varð þó ljós að niðurtog fyrir aftan hnakka tók lítið á brjóstvöðvana. Niðurtog er vissulega bakæfing en ekki brjóstæfing og sjálfsagt taka hana flestir sem slíka. Það skiptir hinsvegar marga máli að sem flestir vöðvahópar taki þátt í æfingunum til þess að fá meira út úr hverri æfingu.

Rannsóknin fól í sér að 25 vel þjálfaðir ungir karlmenn tóku fimm endurtekningar af hverri æfingu með 80% hámarksþyngdar.

(Journal Strength Conditioning Research, 23: 2033-2038)

Exit mobile version