Site icon Fitness.is

Mysuprótín viðheldur vöðvamassa hjá öldruðum

EG8_8982_1Nýmyndun prótína í vöðvum er mikil þegar mysuprótín er borðað en viðhald vöðvamassa er afar mikilvægt fyrir aldraða til þess að viðhalda lífsgæðum og heilsu. Mysuprótín kann því að gagnast öldruðum sérstaklega vel. Eftir fertugt rýrnar vöðvamassi flestra ef ekkert er að gert. Undanfarin ár hefur gildi vöðvamassa fyrir lífsgæði fengið aukna athygli. Meðalaldur fer hækkandi og álag á heilbrigðiskerfi eykst með hækkandi meðalaldri en viðhald vöðvamassa hefur mikið að segja fyrir lífsgæði og möguleika aldraðra til hreyfingar. Mysuprótín örvar nýmyndun prótína og nýtist líkamanum vel. Rannsókn á vegum Bart Pennings við Háskólann í Maastricth í Hollandi bendir til þess að nýmyndun prótína er mest hjá öldruðum þegar magnið nær 35 g í samanburði við einungis 10 eða 20 g. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni ályktuðu að 35 g af prótíni sporni við vöðvarýrnun á efri árum.
(American Journal Physiology Endocrinology and Metabolism, 302: E992-999, 2012) 

Exit mobile version