
Mysuprótín lækkar líkurnar á efnaskiptavandamálum og kransæðasjúkdómum samkvæmt endurskoðuðum rannsóknum þýskra vísindamanna við Háskólann í Bonn. Mysa inniheldur lactoferrín, glútamín, lactalbúmín og amínósýrukeðjur sem hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið, blóðsykurstjórnun og nýmyndun prótína. Mysuprótínið lækkar blóðsykur og insúlín sem kemur að gagni við að draga úr líkunum á hjartasjúkdómum, sykursýki og offitu. Vísindamennirnir bentu á að niðurstöðurnar sýndu að mysuprótín hefði áhrif á efnaskipti.
(Current Opinions Clinical Nutrition Metabolic Care 14: 569-580, 2011)