Site icon Fitness.is

Mysuprótín eftir æfingu eykur nýtingu prótína

Amínósýrur gegna tvennskonar hlutverki í nýmyndun prótína. Þær virkja efnaferla sem örva vöðvavöxt og þær eru byggingarefni nýrra prótína. Mathew Cooke við Baylor Háskólann og félagar komust að því að einn tíu gramma skammtur af mysuprótíni fyrir æfingu hafði ekki meiri áhrif á nýmyndun prótína en kolvetnadrykkur sem notaður var til samanburðar. Rannsóknin byggðist á óþjálfuðum ungum karlmönnum og því er ekki endilega hægt að heimfæra niðurstöðurnar á reynslumikla vaxtarræktarmenn. Besti árangurinn næst með því að taka mysuprótín eftir styrktaræfingu.

(Journal International Society of Sports Nutrition 8: 18, 2011)

Exit mobile version