Site icon Fitness.is

Minni magafita með Miðjarðarhafs-mataræði

Fólk sem fylgir Miðjarðarhafsmataræðinu er með lægri líkamsþyngdarstuðul en samanburðarhópar. Líkamsþyngdarstuðullinn er oft notaður til að meta líkamsástand en stuðullinn tekur tillit til hlutfalls þyngdar, hæðar og mittismáls.

Miðjarðarhafsmataræðið byggist á fiski, ferskum ávöxtum, grænmeti, mögru kjöti, ólífuolíum og öðrum ein- og fjölómettuðum fitusýrum og korni.

Þetta mataræði er talið draga úr svonefndu lágþéttnikólesteróli (LDL) sem er í daglegu tali nefnt „vonda“ kólesterólið og þar sem lítið er af einföldum kolvetnum (sykri) eru sveiflur í blóðsykri litlar.

Mataræðið hefur ekki áhrif á insúlínviðnám en viðheldur langvarandi jafnvægi í insúlíni og blóðsykri.

Mikill fjöldi rannsókna segir okkur að yfirgnæfandi líkur eru á að Miðjarðarhafsmataræðið stuðli að góðri efnaskiptaheilsu, er fyrirbyggjandi gagnvart offitu og lengir hugsanlega lífið.
(Clinical Nutrition, 34: 1266-1272, 2016)

Exit mobile version