Site icon Fitness.is

Mikil prótínneysla dregur úr matarlyst

Prótín dregur úr virkni hormóna sem stjórna matarlyst

Eitt af hlutverkum heiladingulsins er að stjórna matarlyst og saðningartilfinningu. Hin ýmsu hormón hafa áhrif á saðningartilfinningu og prótín í fæðunni getur haft áhrif á þessi hormón sem skýrir einnig hvers vegna nauðsynlegt er að prótín sé mikilvægur þáttur í grenningarfæði. Prótín er einnig mikilvægur þáttur í grenningarfæði til þess að varðveita vöðvamassa.

Samkvæmt rannsókn við Kaupmannahafnarháskóla kom í ljós að magn prótíns í máltíð hafði mikil áhrif á ákveðin hormón sem tengjast stjórnun matarlystar. Borin voru saman áhrif mataræðis þar sem 14%, 25% og 50% orkunnar kom úr prótíni á hormón sem stjórna matarlyst og saðningartilfinningu. Prótínríkasta fæðið hafði mest áhrif.

Á grenningarfæði er því mikilvægt að fá nægilega mikið af prótíni vegna þess hve mikilvægt það er að halda matarlyst í skefjum.
(American Journal Clinical Nutrition, 97: 980-989)

Exit mobile version