Site icon Fitness.is

Melatonín eykur fitubrennslu og hreinan vöðvamassa

Heilaköngullinn framleiðir hormónið melatónín sem gegnir veigamiklu hlutverki í líkamanum. Þetta er því náttúrulegt hormón í líkamanum. Svefnvenjur og lífeðlisfræðilegar sveiflur líkamans ráðast að miklu leyti af melatónín hormóninu sem sömuleiðis er afar mikilvægt fyrir ónæmiskerfi líkamans.

Vísindamenn við Háskólann í Árósum í Danmörku undir forystu Anne Amstrup hafa komist að því að konur sem fengu 3-5 mg af melatóníni á hverjum degi í eitt ár mældust með tæplega 7% lægra fituhlutfall og 5,2% hærra vöðvahlutfall í samanburði við viðmiðunarhóp sem fékk lyfleysu.

Enginn munur var á þyngd þessara tveggja hópa sem tóku þátt í rannsókninni. Ekki heldur líkamsþyngdarstuðli eða blóðsykurstjórnun.
(Clinical Endocrinology, vefútgáfa 9. sept 2015)

Exit mobile version