Hið háa hlutfall þeirra sem þyngjast aftur er ein ástæða þess að horft er til þess að hægt verði að þróa lyf sem hafi áhrif á heilann. Lyf sem minnka matarlyst og auðveldara verði fyrir vikið að viðhalda árangri. Einungis tvö lyf hafa fengið grænt ljós hjá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna sem megrunarlyf, en það eru Sibutramine og Xenical. Bæði lyfin hafa miklar aukaverkanir og eru því engin draumalausn. Sibutramine eykur blóðþrýsting og hjartslátt og hefur verið tekið úr sölu í Evrópu. Xenical veldur ýmsum meltingarvandamálum og olíukenndum hægðum.
Vísindamenn eru þessa dagana að vinn að að aðferðum sem örva undirstúku heilans en hún hefur mikil áhrif á matarlyst og saðningartilfinningu. Lítið hefur þó gengið eða rekið í því að koma nothæfu lyfi á markað og því ekki við því að búast að lyf verði ákjósanlegur valkostur í baráttunni við aukakílóin á næstunni.
(International Journal of Obesity, 37: 107-117, 2012)