Olympía-mótið verður haldið 16-18 september en það er tvímælalaust hátindur ársins og sömuleiðis hátindur keppnisferils Margrétar þar sem ofar er ekki hægt að komast í keppni á fitnessmótum. Mörg þúsund keppendur um allan heim eiga sér þann draum að fá tækifæri til að keppa á Olympía-mótinu. Staða Margrétar í dag verður að teljast góð eftir að hafa náð þetta góðum árangri á síðustu tveimur atvinnumannamótum þar sem þau geta gefið til kynna hvar keppendur standa og það verður því spennandi að fylgjast með hvernig henni gengur í september.
Margrét Gnarr í verðlaunasæti á tveimur atvinnumannamótum
