
Um helgina fór fram Arnold Classic Fitness Festival í Ohio í Bandaríkjunum. Hátt í 1000 keppendur kepptu í hinum ýmsu fitness- og vaxtarræktarflokkum og þar af sex íslenskir keppendur. Mikil spenna var fyrir þetta mót þar sem Margrét Gnarr keppti í fyrsta skipti í atvinnumannadeild IFBB. Eins og gefur að skilja var keppnin mjög hörð en Margrét Gnarr hafnaði í 9. sæti af 16 sem verður að teljast góður árangur á hennar fyrsta atvinnumannamóti. Hún var að keppa við bestu atvinnumenn heimsins í þessum geira.