Site icon Fitness.is

Magnús Samúelsson sigrar tvö vaxtarræktarmót í röð

Þau Magnús Samúelsson og Jóna Lovísa Jónsdóttir sigruðu bæði sína flokka á Oslo Grand Prix mótinu sem fór fram í Noregi um helgina. Jóna Lovísa keppti í klassískri vaxtarrækt og Magnús í undir 100 kg flokki í vaxtarrækt. Jóna Lovísa keppti í heildarkeppni kvenna en þar fór svo að hin danska Kristína Dypdahl sigraði en hún er ein af sterkustu keppendum norðurlandana þessa dagana.  Eftir að hafa sigrað undir 100 kg flokkinn keppti Magnús í heildarkeppninni og hafnaði þar í öðru sæti, naumlega á eftir Thomas Askeland frá Noregi. Magnús Samúelsson er í sínu besta formi þessa dagana og er búinn að standa í ströngu undanfarnar vikur á keppnisskýlunni. Fyrir skemmstu varð hann í öðru sæti í sínum flokk iá Loaded Cup í Danmörku og hafnaði þar í sjötta sæti í heildarkeppninni og fyrir viku síðan keppti hann á Sandefjord Open mótinu í Noregi þar sem hann sigraði sinn flokk og sigraði sömuleiðis opna flokkinn. Hann er því búinn að hirða gull í nágrannalöndum okkar síðustu tvær vikurnar og er á góðri leið með að marka tímamót fyrir Íslendinga í árangri á alþjóðlegum vaxtarræktarmótum.

Frétt iForm.no um GP mótið.

Um næstu helgi mun Magnús keppa á mjög sterku móti í Austurríki. Þar mæta margir af sterkustu keppendum Evrópu í vaxtarrækt.

Myndir af Magnúsi frá því hann kom fram á Íslandsmótinu um páskana. Eins og sjá má er hann í sínu besta formi.

 

Jóna Lovísa á pallinum í Oslo.

Exit mobile version