Magnús Bess Júlíusson vaxtarræktarmaður gerði sér lítið fyrir og sigraði í -100 kg flokki á Grand Prix Oslo vaxtarræktarmótinu sem fram fór um síðustu helgi. Þetta er í fjórða skipti sem Magnús keppir á þessu móti, en í fyrsta skipti sem hann fer heim með gullið. Katrín Eva hafnaði í þriðja sæti í +163 sm flokki í fitness sem er sömuleiðis frábær árangur. Magnús og Katrín Eva munu keppa um næstu helgi á Íslandsmótinu sem fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Magnús og Katrín Eva hrepptu gull og brons á Grand Prix Oslo mótinu
