Site icon Fitness.is

Magnús Bess með brons á Evrópumótinu á Spáni

Magnús Bess Júlíusson fékk bronsverðlaun á Evrópumóti vaxtarrækt sem fór fram um helgina í Madríd á Spáni.Keppti Magnús þar í yfir 90 kg flokki öldunga. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingur hlýtur bronsverðlaun á Evrópumóti í líkamsrækt og þetta er því tvímælalaust besti árangur sem Íslendingur getur státað af á þessum vettvangi.Myndirnar tók Katrín Eva Auðunsdóttir

Kristín Kristjánsdóttir keppti í flokki 35 ára og eldri í fitness og hafnaði í sjöunda sæti sem sömuleiðis er frábær árangur. Flokkurinn hennar var einn sá sterkasti á mótinu og fjöldi meistara frá hinum ýmsu löndum sem hún keppti við. Fyrrum heimsmeistari frá því 2008 keppti í hennar flokki en komst ekki í tíu manna úrslit.

Þessi frábæri árangur Magnúsar og Kristínar hefur átt langan aðdraganda. Kristín hefur verið í fremstu röð á þeim mótum sem hún hefur keppt á undanfarin ár og Magnús er búinn að keppa í 22 ár og unnið fjölda Íslandsmeistaratitla, verið í toppbaráttu á fjölda norðurlandamóta, varð norðurlandameistari fyrir nokkrum árum og toppar nú árangur sinn með bronsi á Evrópumóti. Þetta verður að teljast einstætt eftir farsælann keppnisferil sem spannar á þriðja áratug.

Þau Kristín og Magnús eru að vonum bæði hæstánægð með árangurinn enda er þetta mót lokapunkturinn fyrir sumafrí á Spáni þar sem hitinn nálgast 40 gráður. Fjölskyldan er með í för á Spáni og ekki er ætlunin að flýta sér heim þar sem afslöppun í hitanum á Benidorm er framundan.

Exit mobile version