Sex íslenskir keppendur kepptu á Arnold Classic Fitness Festival í áhugamannaflokkum. Magnea Gunnarsdóttir sem keppti í undir 172 sm flokki í módelfitness hafnaði í öðru sæti í sínum flokki sem í voru 17 keppendur. Olga Ólafsdóttir keppti í yfir 166 sm flokki og hafnaði í 14. sæti af 29 keppendum og Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir sem keppti í yfir 172 sm flokki hafnaði í 10. sæti af 15 keppendum. Aðrir keppendur komust ekki í 15 manna úrslit í sínum flokkum en það voru þau Kristín Gunnarsdóttir, Christel Ýr Jóhansen og Hlynur Kristinn Rúnarsson. Alls kepptu um 600 keppendur í ýmsum fitness og vaxtarræktarflokkum frá 62 löndum.
Ítarleg úrslit eru hér.