
Skráargatið („nyckelhålet“ á sænsku) hefur verið í notkun í Svíþjóð í yfir 20 ár og er orðið vel þekkt þar í landi. Árið 2007 ákváðu Svíar, Norðmenn og Danir að vinna að því að koma á fót samnorrænu merki sem byggt væri á sænska skráargatinu en skilgreiningarnar á bakvið skráargatið voru þróaðar áfram. Slíkt er í samræmi við þróunina almennt á sviði næringar í norrænu löndunum, t.d. eru öll Norðurlöndin með samnorrænar næringarráðleggingar („nordic nutrition recommendations“).