Site icon Fitness.is

Líkurnar á ristilkrabbameini eru minnstar hjá þeim sem borða fisk og grænmeti

Misc Food (40)Lífsstíll aðventista er frábrugðinn hinum hefðbundna vestræna lífsstíl sem hefur gefið vísindamönnum tækifæri til að rannsaka áhrif mataræðis þeirra á heilsu. Það hefur leitt í ljós a grænmetisætur sem borða líka fisk eru í 40% minni hættu en aðrir til að fá ristilkrabbamein í samanburði við fólk sem borðar blandað mataræði. Almennt eru grænmetisætur ólíklegri til að fá ristilkrabbamein en aðrir. Jafnvel þeir sem hafa verið grænmetisætur tímabundið eru líka í minni hættu gagnvart ristilkrabbameini en aðrir. Rannsóknin sem tók sjö ár náði til 77.000 manns. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að æfingar draga einnig úr líkunum á ristilkrabbameini.
(Journal American Medical Association Internal Medicine, vefútgáfa 9. mars 2015)

Exit mobile version